Hvað er að frétta

Gleðilegt sumar

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er farin í sumarfrí til ágúst. Óskum ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til að starfa með ykkur næsta vetur :) Bestu kveðjur, Anna Þóra Ísfold, framkvæmdastjóri NKG

Lokahóf NKG2015

Lokahóf NKG2015 fór fram 31.5 í Háskólanum í Reykjavík.  Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson sá um afhendingu farandbikara NKG og Dr. Ari Kristinn Jónsson um afhendingu aðalverðlauna. Hugmyndasmiðir stigu á stokk eftir framsöguþjálfun í vinnusmiðju frá JCI og heilluðu alla upp úr skónum með hugmyndum sínum og ræðusnilld.

Fróðleikur

Hvað er nýsköpun?

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd.

Innovit, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannís og Nýskö...

Lesa meira