Hvað er að frétta

Heimsókn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri

Í upphafi árs heimsóttum við kraftmikla kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þarna voru komnir saman bekkjarkennarar, umsjónarkennarar og verkgreinakennarar. Gríðarlegur eldmóður var í kennurum og mikill áhugi á því að kynnast nánar hvernig Nýsköpunarkeppnin getur átt samleið með því góða starfi sem þegar fer fram. Ragnar Kristján Gestsson smíðakennari tók á móti okkur og var mikill höfðingi heim að sækja.

VILJI - Hvatningarverðlaun NKG

VILJI - Hvatningarverðlaun NKG

Á hverju ári hlýtur kennari/kennarateymi nafnbótina „ Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna árið 20xx“ ásamt verðlaunum að fjárhæð 250.000kr

Tilgangur

·         Hvetja kennara til dáða, með viðurkenningu á framlagi þeirra, til nýsköpunarkennslu.

·         Draga fram, deila aðferðum og hugmyndum sem efla sköpunargáfu nemenda í ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar og hvetja til þátttöku í NKG.

Fróðleikur

Hvað er nýsköpun?

Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldur er aðeins talað um nýsköpun þegar hugmyndinni eða endurbótinni hefur verið hrint í framkvæmd.

Innovit, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Rannís og Nýskö...

Lesa meira