Hvað er að frétta

Matsferli NKG haldið síðasta vetrardag

Matsferli NKG fór fram í dag síðasta vetrardag. Alls 1800 skapandi hugmyndir bárust frá rúmlega 2000 hugmyndasmiðum um allt land. Fulltrúar frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Einkaleyfastofu sátu í matsnefnd, þeirra beið það erfiða verk að velja þátttakendur til að keppa til úrslita í vinnusmiðja NKG sem fer fram 22.-25. maí næstkomandi.

Þátttakendur fá boð í úrslit fyrstu vikuna í maí, tilkynning um niðurstöður verður sett upp hér á vefsíðunni.

Heimsókn í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri

Í upphafi árs heimsóttum við kraftmikla kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þarna voru komnir saman bekkjarkennarar, umsjónarkennarar og verkgreinakennarar. Gríðarlegur eldmóður var í kennurum og mikill áhugi á því að kynnast nánar hvernig Nýsköpunarkeppnin getur átt samleið með því góða starfi sem þegar fer fram. Ragnar Kristján Gestsson smíðakennari tók á móti okkur og var mikill höfðingi heim að sækja.

Fróðleikur

Hver fann upp flugvélina?

Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka á með í dæmið þá sem á undan komu og gerðu tilraunir með flug, vélknúið eða svifflug.

Margir hafa komið fram með ýmsar tegundir af svifflugum, svifdrekum og loftbelgjum í aldanna r...

Lesa meira